Góða kveldið
Frekar spes að sitja svona um eittleytið á föstudagskvöldi að hlusta á Damien Rice og Coldplay og bara tölvast. Explorerinn minn er víst með flensu sem lýsir sér í slappleika þegar viðkemur því að senda tölvupóst og surfa netið, ekki skemmtilegt það. Ég er eiginlega að vona að hann lagist bara sjálfur....kann annars einhver eitthvað, þetta er frekar truflandi? Explorer snillingur? Anybody?
Þessi vika er ekki búin að vera sérlega hressandi. Þetta hófst allt saman á silfurgrárri Toyotu Corollu sem Ann Kristín vinkona lánaði mér. Orsök/afleiðing, ég bara veit ekki. Þar sem að eg bý í miðbæ RVK og labba allar mínar ferðir, sem oftast eru á 101 svæðinu, geri ég mér ekki alveg grein fyrir bílastæðaleysi, stöðumælavörðum og kl 8 traffík á Hringbraut. Ég sémsagt mætti næstum of seint í skólann á mánudaginn, það ver sjénslaust að finna stæði hjá Háskólanum en þetta rétt slapp hjá mér. Seinna um daginn er ég í sakleysi mínu skaust heim að ná mér í eina beyglu og henda Sebastíani í hleðslu gerist hræðilegur atburður.... SKÓLATÖSKUNNI MINNI VAR STOLIÐ!!! Já það er rétt, það leynist lærdómsþyrstur akademískur þjófur á meðal vor. Allar bækurnar mína, gleraugun mín (bannað að gera grín) og vasareiknirinn minn. Ég fríkaði út, gott ef ég hef ekki fengið 2 grá hár við allt þetta panik. Það leynist smá Sherlock / Matlock í okkur öllum, svona innst inni. Ég setti upp spæjaragleraugun og tók upp blokkina og hóf yfirheyrslur á gangadi vegfarendum og vinnukörlum í kring. Upp úr extesívum spurningum komst ég að því að ég ætti bara ekki að skilja skólatöskuna mína eftir í bíl niðri í miðbæ og einhver gamall kall með skegg og málmbolla var rétt hjá bílnum augnablikum áður en glæpur átti sér stað...... Enginn hjálp í svokölluðum vitnum. ´Eg fór strax að leggja inn auglýsingar á nærliggjandi kaffihús og alla sem ég hitti á Laugaveginum. Nada. Nilch. Ekkert. Engin taska, engar bækur, engin gleraugu. Bömmer lífsins míns, tvö tár.
Ég leyfði þessu atviki þó ekki að eyðileggja vikuna fyrir mér,nei ég skildi vera sterk og bara “redda” þessu, taskan mun koma í leitarnar.
Morguninn eftir vaknaði ég heima hjá Ljósbrá minni. Það fyrst sem mætti mér er ég fór út var alveg helfrosin framrúða sem þurfti að skafa...skemmtilegt.
Ég ,enn og aftur, skaust heim í beyglu leiðangur og viti menn, ég er eitthvað treg, í þetta skiptið fékk ég stöðumælabrotssekt þar sem að ég snerti víst gangstéttina... ég verð bara að segja að þetta fyllti mælinn er ég stóð í rignunni, ekki með skóltösku að verða of sein í skólann, ég hafði ekki hugsað mér að fara að borga stöðumælasekt! Algerlega based on my powers of persuadion slapp ég við sektina ;) Ég keyrði frekar sátt af stað og bakkaði næstum á gröfu og gamlan kall og lenti svo í traffík fyrir aftan fyrrverandi....Er cosmosinn að reyna að segja mér eitthvað?
Ég þorði ekki út á lífið í kvöld, ég verð bara að spá aðeins í undafarinni viku. Engin taksa hefur fundist og mun eflaust ekki finnast. Ég er frekar svekkt.
Á ég að fara að skríða upp í rúm? Já,ég held það bara.
Kíki svo út annað kvöld að kveðja ljónið mitt hana Ljósbrá..
Hey Damien Rice næsta fimmtudag, málið er mæta í Skífuna 10 í fyrramálið.
Ég var spurð að þvi í vikunni hvort að það væri ekki bara rugl að vera blogga, er í alvörunni einvher sem les þetta...Ég vildi meina að ég ætti minn lesenda hóp....
This is for the haters that said I wouldnt make it
Now I am doing platinum and now you cant take it.....
Lentiti í smá confrontation við ein sem heitir fr.Soffía....
Ciao ciao
mánudagur, september 27
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli